Ódýr aðgerð og skilar fljótt miklu

Ísland sótti það fast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum að endurheimt votlendis væri tæk aðgerð til að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum. Hér heima ríkti þögn um málið þó fjölmörg rök stæðu til annars. Málið virðist loks komið á dagskrá löggjafans. Varðandi þessi framræstu svæði sem ekki eru í beinni nýtingu má spyrja sig: Hvers vegna ættum við að endurheimta svæði sem við höfum þegar kostað fjármunum til við að ræsa fram; er ekki betra að geyma svæðin í þessu ástandi? Málið er að sem aðildarþjóð að Ríó-sáttmálanum ber okkur að nýta auðlindir á sjálfbæran hátt og að „geyma“svæðin í þessu ástandi er ekki sjálfbært; svæðin losa frá sér mikið magn koltvísýrings, styðja lítt við líffræðilegan fjölbreytileika og þeim hnignar stöðugt hvað varðar frjósemi. Hlynur Óskarsson, dósent við Landbúnaðarháskólann.

Fréttir


aðferðafræði Kyoto frá því bókunin tók gildi árið 2005. Málið vakti því athygli á sínum tíma, og ekki síður á því að framræst land víða um heim losar meira á heimsvísu en öll flugumferð í heiminum – sem sýnir mikilvægi þessa máls í samhengi...

Read latest Fréttablaðið online.

Online newspapers at PressDisplay.