Gríðarlegt mannfall á Gasa

Ekkert stöðvar átökin á Gasasvæðinu. Um miðjan dag í gær hafði 751 Palestínumaður látist síðan þau hófust 8. júlí. Að sögn palestínskra heilbrigðisyfirvalda eru flestir hinna látnu óbreyttir borgarar. Þar af hafa meira en 165 börn verið drepin. 32 ísraelskir hermenn hafa fallið, allir eftir 17. júlí þegar aðgerðir Ísraelsmanna urðu umfangsmeiri. Um 500 heimili hafa eyðilagst, 16 moskur og tvö sjúkrahús, samkvæmt tölum Palestínumanna. Sameinuðu þjóðirnar segja að 140 þúsund manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín.

Freyr Bjarnason
freyr@frettabladid.is
Fréttir




Read latest Fréttablaðið online.

Online newspapers at PressDisplay.